Starfsréttindanám fyrir fullorðna

 
Sænska skólamálastofnunin tilkynnti í byrjun apríl um úthlutun nemaplássa sem ætluð eru iðnmenntun fullorðinna. Úthlutunin er til þess að mæta auknu atvinnuleysi í sveitarfélögunum og þau sveitarfélög sem sameinuðust um umsóknir fengu úthlutað aukalega 10 prósentum af heildarfjölda úthlutananna. Samtals var úthlutað fé til 5087 nemaplássa að upphæð rúmlega 254 milljónum sænskra króna eða tæpum 4 milljörðum íslenskra króna. Úthlutuninni verður fylgt eftir og þann 15 desember á að birta upplýsingar um hvaða menntun var veitt og hvaða námskeið voru haldin auk þess sem meta hvaða árangur náðist.
Meira...