Stefna fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf

Færeyskur vinnuhópur um upplýsingatækni og ráðgjöf átti í janúar 2016 frumkvæði að því að halda fund með þremur ráðuneytum til þess að móta stefnu fyrir ævilanga náms- og starfsráðgjöf og koma þverfaglegu samstarf i yfirvalda varðandi stefnumótun á dagskrá.

 
Beiting upplýsingatækni við ráðgjöf er liður í stefnumótuninni.
 
Viðtökurnar voru jákvæðar og þann 21. janúar bauð ráðuneyti mennta-, menningar- og vísinda til fundar. Þátttakendur voru Rigmor Dam menntamálaráðherra, Eyðgunn Samulesen, félagsmálaráðherra, og ráðherra samgöngu- og skipulags- og atvinnumála Henrik Old. Þar að auki voru þrír ráðuneytisstjórar og embættismenn á fundinum ásamt fulltrúum vinnuhópsins um upplýsingatækni og ráðgjöf og fulltrúa námsbrautar fyrir náms- og starfsráðgjöf við háskólann. Deirdre Hansen, nemi í náms- og starfsráðgjöf og meðlimur í vinnuhópi um upplýsingatækni og náms- og starfsráðgjöf hélt erindi um stefnumótun um náms- og starfsráðgjöf sem nemendur í meistaranámi í ráðgjöf hafa í sameiningu unnið að sem hluta af menntun sinni. Að erindinu loknu voru umræður. Ráðherrarnir tóku tillögunum um stefnumótunina eru í anda vinnu ELGPN (Evrópskt samstarfsnet um stefnumótun í ævilangri náms- og starfsráðgjöf) vel. Þeir munu á næstunni skipa þverfaglega nefnd sem mun taka tillöguna til umfjöllunar með það að markmiði að koma á neti náms- og starfsráðgjafa um eyjarnar allar og miðstöð vinnumarkaðsmenntunar.