Stefna landsins í útlendingamálum

 

Landsstjórnin á Álandi hefur skipað nefnd til þess að marka stefnu í málefnum útlendinga. Verkefni nefndarinnar er að leggja drög að áætlun til þess að hvetja innflytjendur og flóttamenn til þess að koma til Álands. Í verkefninu verður lögð sérstök áhersla á tungumálakennslu, vinnumarkaðsmál og menningar- og félagsmál. Gert er ráð fyrir að nefndin hafi lokið verkum í lok nóvember 2007.