Stefna um æviráðgjöf

 

Vinnuhópurinn hefur greint þau viðfangsefni sem blasa við ef hrinda á áætlun um æviráðgjöf í framkvæmd og hver eru mest aðkallandi í þróunarferlinu. Á grundvelli þeirra hefur hópurinn lagt fram fimm markmið stefnu.  Þá kynnir vinnuhópurinn einnig aðgerðir til þess að ná markmiðunum.
Vinnuhópurinn telur að til þess að hægt verði að hrinda áformum um æviráðgjöf í framkvæmd þurfi að ná eftirtöldum fimm markmiðum:
1) Jafnræðis skal gætt við veitingu rágjafar og hún á að mæta þörfum einstaklingsins 
2) styrkja ber einstaklingsbundna færni til þess að fjalla um leiðir til starfsframa,
3) starfsfólkið sem veitir ráðgjöfina verður að búa yfir þeirri færni sem verkefnið krefst,
4) þróa verður gæðakerfi fyrir ráðgjöfina og
5) rágjöfin á að mynda samhæfða heild.

Nánar: Minedu.fi