Sterkur háskóli á Austur-Finnlandi

 
Háskólarnir í Kuopio og Joensuu hafa áður átt í samstarfi. Þeir hafa, gegnum tíðina, unnið saman að ýmsum rannsóknaverkefnum, verkefnum í kennslufræði, mati og nemendaskiptum. Með sameiningunni verður þjónusta háskólanna á einum stað og stjórnun auðveldari. Einnig eykst fjölbreytni námsleiða fyrir stúdentana.
Sameiginlegt stjórnskipulag, fyrir deildir og stofnanir, verður lagt fram einkum í hagfræði-, félags- og náttúruvísindum.
Nánari upplýsingar eru á slóðinni
www.minedu.fi/etusivu/arkisto/2007/2211/resume.html