Stjórnmálamenn beina athygli að ungum atvinnuleitendum og störfum

Danska ríkisstjórnin útnefndi í janúar sl. fulltrúa í „Sérfræðingahóp um betri leiðir til menntunar ungs fólks“ hópnum er falið að koma með ráðleggingar um betri og beinni leið í gegnum skólakerfið með því markmiði að draga úr brottfalli og að unglingar velji að afla sér ekki menntunar.

 

Starfinu til grundvallar er að 70.000 Danir, á aldrinum 15- 29 ára eru ekki í atvinnu, leggja ekki stund á nám eða þiggja bætur. Í hópnum eru drengir eru í meiri hluta, margir þeirra hafa ekki náð lágmarkseinkunn í dönsku og stærðfræði í grunnskóla og stór hluti þeirra eru börn verkafólks. Hlutfall lega flestir í hópnum eru frá jaðarsvæðum og úthverfum Kaupmannahafnar en langflestir eru frá Kaupmannahöfn.