Stofna lýðskóla á Seyðisfirði

 

Kennslan verður byggð á hinni klassísku hugmyndafræði lýðskóla Grundtvig. Auk þess sækir skólinn innblástur í LungA hátíðina og Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku. Mikill stuðningur ríkir í samfélaginu.
„Við byrjum á því að opna fyrir 35 nemendur og erum í samstarfi við gistihúsin á svæðinu þar sem heimavistin verður. Þannig getum við nýtt það sem er til staðar og styrkt núverandi rekstur fyrirtækja,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn aðstandenda Lungaskólans. Skólinn verður auk þess í  samstarfi við Listaháskólann, Seyðisfjarðarbæ, Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði.

Meira http://lunga.is/