Stofnun lýðskóla

Stefnt er að því að lýðháskóli taki til starfa á Flateyri haustið 2018.

 

Um 20–30 manns vinna nú að undirbúningi skólans sem mun nýta sér mannauð og umhverfi Flateyrar. Undirbúningur að stofnun lýðháskóla á Flateyri hófst á haustmánuðum, Nú eru um 20-30 manns að vinna í sjálfboðastarfi að þessari hugmynd og framkvæmd hennar, skilgreina námslínur, sem er búið að gera í grófum dráttum, og hvað staðurinn og umhverfið hefur uppá að bjóða. Námsleiðirnar verða í tónlist, kvikmyndagerð, umhverfisfræði og fjallamennsku.„Lýðháskóli vinnur út frá hugmyndafræðinni að nýta það sem staðurinn hefur uppá á að bjóða,“ segir Runólfur Ágústsson, sem situr í stýrihóp. Á Íslandi er einungis starfandi einn lýðháskóli, Lungaskólinn á Seyðisfirði, en nú er einnig í undirbúningi þriðji skólinn, íþróttalýðháskóli á Laugarvatni.

Heimild RUV