Stofnun starfsmenntaháskóla framlengir tilraunaverkefni um raunfærnimat til þess að útvíkka markópinn

 

Stofnun starfsmenntaháskóla hefur hrundið í framkvæmd tilraunaverkefni meðal fræðsluaðila á skólastiginu. Nú hefur  verkefnið verið framlengt og fræðsluaðilar geta fengið 25.000 sænskar krónur á hvern þátttakenda. Verkefnið og stuðningurinn eiga að veita fræðsluaðilum tækifæri til þess að útvíkka markhóp sinn með raunfærnimati. Styrkurinn er greiddur þegar einstaklingar sem gengið hafa í gegnum mat á raunfærni eru teknir inn í námið og það aðlagað að þörfum einstaklingsins.

Þannig vill stofnunin veita fleirum tækifæri sem uppfylla önnur skilyrði en þau formlegu til þess að sækja um. Þá er einnig hægt að beita raunfærnimatinu til þess að stytta nám með því að viðurkenna þá  sér þekkingu og færni  sem námsmenn þegar búa yfir.

Meira