Stærri og færri háskólar í Noregi?

 
Hópurinn bendir á, að með því að sameina skóla á háskólastigi verði til stærri og öflugri einingar sem eru betur í stakk búnar til þess að mæta þörfum fyrir menntun á háskólastigi og rannsóknir tengdum þeim. En eins og allir vita er ekki auðvelt að flytja háskóla og umræðan fer hátt og víða. Ráðherra rannsókna- og æðri menntunar, Tora Åsland, lægir öldurnar með því að fullvissa hlutaðeigandi um að það sé sama hvaða lausn verði fyrir valinu. Megintilgangur þessara aðgerða er alltaf sá að skapa fjölbreyttan geira fyrir rannsóknir og starfsnám, að styrkja norska rannsóknafærni og að undirstaða þessa er að í norsku samfélagi hafi allir jafnan rétt og tækifæri til æðri menntunar.
Þú getur lesið meira um NOU 2008:3 her.