Stuðningur sveitarfélaga við alþýðufræðsluna lækkar enn

 

 

Samkvæmt nýju minnisblaði frá Dönsku alþýðufræðslusamtökunum (DFS) hafa framlög sveitarfélaga til alþýðufræðslunnar lækkað um 47,7 % síðan 2002.

Í lögum um alþýðufræðslu er kveðið á um að fjárframlög sveitarfélaga megi að hámarki svara til þriðjungs af launakostnaði, en lögin kveða ekki um lámark framlaganna. Að fenginni reynslu hefur formaður stjórnar DFS Per Paludan Hansen farið fram á breytingar á lögunum og óskað eftir að danska þjóðþingið ákvarði lámark fjárframlaga frá sveitarfélögunum. ´

Í minnisblaðinu kemur ennfremur fram að það er greinilegur munur á framlögum sveitarfélaganna. Í Hróarskeldum er 143 dönskum krónum á hvern íbúa varið til alþýðufræðslunnar, en þau eru lægst í sveitarfélaginu Læsø þar nemur framlagið aðeins 13 kr. á hvern íbúa. Almennt nema fjárframlög dreifbýlissveitarfélaganna að meðaltali 26 kr. á hvern íbúa, eru talsvert lægri en framlög annarra sveitarfélaga sem nema 53 kr. á íbúa.

Frétt DFS

DFS Minnisblað um fjárhagstöðu kvöldskólanna