Sturla Bjerkaker tekinn inn í Hall of Fame fullorðinsfræðslunnar

Framkvæmdastjóri Fullorðinsfræðslusambandsins í Noregi Sturla Bjerkaker var þann 29. apríl sl. fyrsti Norðmaðurinn sem valinn hefur verið inn í International Adult and Continuing Education Hall of Fame» (IACE). Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlýtur hann meðal annars fyrir störf sín við að efla leshringi og lýðræðislegt námsfyrirkomulag á sviði norskrar og evrópskrar fullorðinsfræðslu.

 

Bjerkaker er annar norræni fulltrúinn í þessum virðulega félagsskap. Sá sem fyrstur naut þessa heiðurs er Knud Illeris, rithöfundur og fyrrum prófessor við Menntarannsóknastofnunina í Háskólanum í Hróarskeldum í Danmörku. 

Nánar um útnefningu Bjerkaker hjá VOFO.