Styrkur frá Danmörku til menntunar vísindamanna á Grænlandi

 
Um leið og Grænlenska vísindanefndin var lögð niður um sl. áramót fluttist stjórn fjármagns til vísindarannsókna til Náttúrufræðastofnunarinnar á Grænlandi. Af fjárlögum dönsku ríkisstjórnarinnar eru veitt framlög til rannsókna á Norðurskautinu. Hægt er að sækja um styrki til rannsókna á öllum vísindasviðum, frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. apríl.