Sveigjanlegt nám fyrir fullorðna

 

Næsta skólaár mun “Studentaskúlin og HF-skeiðið í Eysturoy” (menntaskólinn og fornámsdeildin (HF) í Kambsdal) í annað skiptið bjóða upp á sveigjanlegt fornám. Þarfir og kringumstæður námsmanna breytast ört. Þess vegna hefur verið ákveðið að fornám við menntaskólinn í Kambsdal, sem er tilraunaverkefni, verði aðlagað að þörfum fullorðinna fyrir sveigjanleika. Meginmarkmið sveigjanlegs fornáms er að nám í öllum fögum byggi á módúlum sem hægt er að ljúka á einu ári. Á þann hátt taka námsmenn færri fög í einu en fá fleiri kennslustundir í einu eða fleiri fögum í hverri viku. Með öðrum orðum að ekkert fag taki tvö ár og að námsmenn geti lokið færri fögum á styttri tíma en einnig náð að ljúka kjarnafögum á háu stigi (A-,B- og C), eins og nám á háskólastigi gerir kröfur um. Á þennan hátt verður fullorðnum gert kleift að skipuleggja nám sitt á sveigjanlegan hátt allt eftir þörfum einstakra námsmanna. Vonir standa til að tilraunin virki hvetjandi og ná til breiðari markhóps fullorðinna sem vilja ljúka námi í menntaskóla.

Meira á færeysku