Svíar veita Norrænu ráðherranefndinni formennsku

 

Svíar munu nýta formennskuárið til þess að efla samstarf norrænu ríkisstjórnanna þess að takast á við nokkrar af þeim alveralegu áskorunum sem Norðurlandaþjóðirnar standa frammi fyrir.  Meðal annars verður reynt að sporna við myndun jaðarhópa og atvinnuleysi meðal ungs fólks. Jafnframt verður samkeppnishæfnin efld um leið og unnið er að þróun sjálfbærra samfélaga með með velferð að leiðarljósi.  Þá þarf að takast á við þær áskoranir sem fylgja breytingum á aldurssamsetningu þjóðanna, þeim fækkar stöðugt sem eiga sjá auknum fjölda farborða.
Eitt fjögurra sviða sem njóta forgangs er vinnustaðanám og markmiðið er að brúa bilið á milli menntunar og vinnu. Verkefnið nær bæði til ungs fólks og fullorðinna sem eiga að fá tækifæri til að komast í vinnustaðanám sem auðveldar þeim að komast út á vinnumarkað. Markmiðið er að auka á gæði vinnustaðanáms og þar með brúa bilið yfir á vinnumarkaðinn og auk þess að ná til nýrra nemendahópa.

Nánar um formennsku Svía á síðunni: www.regeringen.se/norden2013