Svíþjóð gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni

 
Áætlunin inniheldur fjögur kaflaskipt þemu, þ.e. samkeppnishæfni, loftslagsbreytingar, sköpun og samhæfingu. Undir þessum fjórum fyrirsögnum verður safnað saman yfirgripsmiklum markmiðum og starfssemi.
Undir formennsku Svíþjóðar verður haldið áfram með þau verkefni sem nú þegar eru hafin. Hér er einkum átt við endurbætur og nútímavæðingu á samstarfsmynstri innan Norðurlandanna, ekki síst hvað varðar stofnanir Norrænu ráðherranefndarinnar og önnur stjórntæki. Einnig er áformað að ljúka því starfi sem hafið var og fólst í því að koma á jöfnuði í Norrænu ráðherranefndinni.
Sjá www.regeringen.se/sb/d/9708/a/95230