Svindl í prófum við háskóla verður refsivert

Samkvæmt nýjum tilskipunum frá Háskólaráðinu verður hverskonar form á svindli í prófum við háskóla refsivert.

 

Nýjar tilskipanir ganga í gildi þann 31. ágúst á þessu ári að loknum breytingum sænsku ríkisstjórnarinnar sem breytti tilskipununum í sumar. Allir sem gangast undir próf í háskólum verða í framtíðinni að votta við heiður og samvisku að hafa ekki nýtt sér óheimil hjálpartæki. Á þann hátt verður hverskonar svindl sem upp kemst á prófum refsivert. Sakfellingu geta fylgt sektir eða fangelsisvist allt upp að sex mánuðum. Í mjög grófum brotum er hægt að dæma viðkomandi til fangelsisvistar í tvö ár. Þar að auki missir viðkomandi rétt til þess að taka endurtektarpróf næstu fjögur skipti sem próf fara fram, sem þýðir í raun tveggja ára bið eftir næsta tækifæri til prófs.

Meira