Sýndarveruleikinn – freisting til náms og starfa

Leikjamiðun (gamification) vekur áhuga fólks jafnt í akademískum kreðsum sem og í viðskiptalífinu. Nú hafa einnig komið fram tækifæri innan starfsmenntunar í Finnlandi.

 

Hyria koulutus Oy (Hyria menntamiðstöðin) hefur þróað eigin námsveröld, Hyria Village. Árið 2016 hóf Hyria þróun á leikjamiðuðu námsumhverfi í samstarfi við AvaDive Oy.

Neminn byggir og birtir öðrum nemum eigin sýndarheim og tileinkar sér nýja færni með því að nýta fræðslutilboð miðstöðvarinnar, nýtir svo þekkinguna í verknáminu og birtir árangurinn til þess að hann verði sýnilegur öðrum. 

Hyria Village virkar eins og gangvirk færnimappa sem er ætluð fyrirtækjum og vinnuveitendum. Neminn getur vistað eigin verk og greint frá þekkingu sinn og afköstum. Í þessum heimi er einnig hægt að setja inn eigin hús fyrir fyrirtæki eða aðra samstarfsaðila sem bjóða t.d. upp á starfsþjálfum eða  nemapláss. Í framtíðinni eru áform um að sýndarveruleikinn nýtist í allskonar fræðslu óháðri geirum eða námsmönnum. 

Meira