Tækninýungum fylgja áskoranir í námi – og tækni er lausnin…

Ef við viljum heilbrigt hagkerfi og lýðræði þar sem fólk er öruggt og aðlagað, megum við ekki hugsa um menntun á eins og við hugsum um að læra að hjóla, eitthvað sem við gerum í eitt skipti fyrir öll.

 
Mynd: Tækniráðið í Noregi Mynd: Tækniráðið í Noregi

Þetta sagði Erna Solberg forsætisráðherra Noregs í erindi sem hún flutti  nýlega á alþjóðlega leiðtogafundinum  ICDE Lifelong Learning Summit í Lillehammer. Hún telur að við verðum að finna betri lausnir en þær sem við nýtum í dag þar sem við þróum færni og þekkingu allra sem eru starfandi.  

Svarið er tækni? 

Hröð þróun tækni með tilheyrandi rafrænni þjónustu og sjálfvirkni þvingar launafólk og veldur aukinni eftirspurn eftir fræðslu og menntun. Það kemur ekki á óvart að tækniráðið bendi á tækni sem verkfæri til þess að auka aðgengi að ævinámi. Tækniráðið er óháð, opinbert ráð sem veitir norska þjóðþinginu leiðbeiningar um nýja tækni sem verður mikilvæg fyrir Norðmenn. Í skýrslu ráðsins hefur hópur sérfræðinga dregið upp mynd af því hvernig þeir telja að tæknin geti á þrennan mismunandi hátt á átt þátt í að efla ævimenntun (stytt lítillega):

•    Óháð stað og stund. Internetið og almenn eign fartölva, spjaldtölva og snjallsíma hefur leitt til nýrra rafranna námsaðferða og -leiða og gera fólki kleift að stunda nám hvar og hvenær sem er og á þeim hraða sem hentar. Andstætt útvarpi og sjónvarpi er jafnframt hægt að skapa félagslega vídd um námið, og þannig unnt að varðveita gildi hefðbundinnar kennslu og yfirfæra þau yfir í stafrænar aðferðir. 

•    Einstaklingsmiðað. Í stafrænu námsumhverfi er hægt að safna saman og greina mikið magn af  samhangandi gögnum. Það getur leitt til aukins skilnings og bætt námsferlið. Byggt á slíkum greiningum geta aðlögunarhæf námskerfi aðlagað kennsluna jafnt og þétt að þörfum hvers þátttaka, getu hans og þörfum og veitt sífellda svörun. 

•    Hermar. Með notkun rafrænna herma er hægt að móta klæðskerasmíðaðar, starfsmiðaðar lausnir sem eru nátengdar raunverulegum verkefnum og aðstæðum í starfi. Þetta getur átt við um allt frá stafrænum tví- eða þrívíddar líkönum á fartölvu eða farsíma í herma sem felast í beitingu, sjónræns, útvíkkaðs eða blandaðs raunveruleika. Notkun þátta úr leikjum (leikjavæðing) getur ennfremur aukið hvatningu til náms. 

Umbætur á ævinámi 

Snúum aftur að erindi Solbergs forsætisráðherra. Hún lagði áherslu að að ævinám yrði að vera aðgengilegt öllum og að það ætti að teljast til réttinda. Norska ríkisstjórnin vinnur að endurbótum á ævinámi og frumvarp þar að lútandi mun koma fram á þjóðþingi Norðmanna á næsta ári. Forsætisráðherra benti á að þörf fyrir sveigjanleika fræðslutilboða til þess að mæta þeim áskorunum sem fylgja breytingum yfir í stafrænt umhverfi og láglosunarhagkerfi. Umbæturnar munu varpa ljósi á sveigjanlegt kerfi með tækifærum til samhæfingar á fullu starfi og þátttöku í fræðslu.  

MediaHandler (1).jpg   
Erna Solberg forsætisráðherra Noregs Mynd: Thomas Haugersveen/Statsministerens kontor

Sveigjanleiki

– Umbæturnar munu örva þróun sveigjanlegra áfanga sem geta þjónað sem einingar í uppbyggingu  nýrrar hæfni, sagði Solberg forsætisráðherra. Hún benti á nauðsyn þess að menntastofnanir verði sveigjanlegri að þær teygi sig út fyrir háskólasvæðið og vinni náið með atvinnu- og efnahagslífi. Menntastofnanirnar verða að laga sig að nýjum háttum við afgreiðslu menntunar, sagði hún. 

Hermar  

Sérfræðingarnir sem skrifuðu skýrslu Tækniráðsins gefa mörg dæmi um hvernig hægt sé að nýta tæknina, ekki síst til þess að veita viðeigandi fræðslu í fyrirtækjum. Notkun herma er ein aðferð sem þegar hefur verið beitt lengi, meðal annars við kennslu flugmanna og hjúkrunarfræðinga. 

– Með stafræðum hermum er hægt að tengja fræðslufyrirkomulag við raunveruleg verkefni og kringumstæður í vinnu. Stafrænir hermar ná sífellt meiri útbreiðslu í fræðslu í atvinnulífinu. Lýsa má þessu eins og stafrænni útgáfu af ferli eða kerfi, þar sem þátttakendur leysa verkefni eins og þeir væru raunverulega í vinnunni. Í skýrslunni kemur fram að kostirnir við beitingu herma felist einmitt í því að hægt er að æfa verkefni sem eru ný, flókin, hættuleg eða sjaldgæf og sem geta verið afar tímafrek og dýr til þjálfunar. 

Gagnvirkar kennslubrúður 

Í menntun hjúkrunarfræðinga er notkun herma útbreidd. Í miðstöð herma í Porsgrunn (Háskólinn í  Suðaustur-Noregi) fá nemar í hjúkrunarfræði tækifæri til þess að æfa sig á háþróuðum gagnvirkum kennslubrúðum. „Sjúklingarnir“ sýna ólík bráðaeinkenni, heilsa þeirra versnar snögglega og nemarnir æfa hvernig þeir eiga að bregðast við mismunandi aðstæðum. Þar eru einnig nútíma hátækni verkfæri til fjarhjúkrunar, þar sem nemendur æfa sig í úrlausn verkefna þar sem sjúklingur og aðstandandi leita aðstoðar um skerm frá „fjarhjúkrunarfræðingnum“. 

Margir „raunveruleikar“

Í skýrslunni er einnig umfjöllun um útvíkkaðan og blandaðan sýndarveruleika og beitingu hans í fræðslu. Þar eru eftirfarandi skilgreiningar birtar: Í sýndarveruleika er notandinn færður yfir í annan veruleika en hann er staddur í. Í útvíkkuðum veruleika fær notandinn auka lag af upplýsingum eða grafík þar sem hann er staddur en í blönduðum veruleika er raunveruleikinn og sýndarveruleikinn tengdari enn nánari böndum. Í skýrslunni er bent á tækifæri, en jafnframt er tekið fram að þess háttar tækni hafi enn ekki „gripið um sig“. 

Ekki gleyma persónuvernd  

Fylgifiskur tækninnar er oftar en ekki að umfangsmiklar upplýsingar um hvern einstakan stúdent safnast saman. Í lok skýrslunnar er bent á að persónuvernd og meðhöndlun gagna verður að leika lykilhlutverk í umræðum um innleiðingu nýrrar tækni í skólum og á vinnustöðum.