Þekking á sjálfbærri þróun er heiti á norrænu tilraunaverkefni um endurmenntun sem sniðin er að þörfum fullorðinna og fjármögnuð af Norrænu ráðherranefndinni. Námið er þróað af Norræna tengslanetinu um nám fullorðinna, NVL sem í áraraðir hefur leitað leiða sem gera okkur hæfari til að axla ábyrgðina á að gera sjálfbæra þróun að hluta af hversdaglífi okkar. Í nýrri áætlun ráðherranefndarinnar «Grønn vekst The Nordic Way» er fjallað um sömu áskoranir og því hefur nefndin ákveðið að veita styrk til tilraunaverkefnisins. Með því gefst tækifæri til þess að bjóða þátttakendum upp á framsýna þekkingu þvert á kenningar og praxís og út frá norrænu sjónarhorni.