Palle Christiansen, sem situr í Naalakkersuisut, landsstjórninni á Grænlandi og leiðir menntun, rannsóknir og norrænt samstarf, tók þátt í opnum fundi þriðjudaginn 21. febrúar í Bókmenntahúsinu í Osló ásamt öðrum norrænum samstarfsráðherrum. Það var Norræna félagið sem stóð fyrir fundinum, þeim fyrsta í fundaröð árið 2012.