Í nýju fjárlögunum fyrir árið 2009 verður veitt fjármagni til hraðnáms í dönsku, aðstoðar við heimanám, aðstoðarkennara, til verkmenntaskóla og starfsmenntaháskóla. Alls verður 143,3 milljónum danskra króna, jafnvirði tæplega 3, 5 milljarða íslenskra, veitt til nýrra aðgerða sem styðja við markmið Velferðarsamkomulagsins sem er m.a. um að 95% árgangs ljúki námi á framhaldsskólastigi og 50% af hverjum árgangi ljúki námi á háskólastigi.