Í Noregi er lögð mikil áhersla á rafræna ráðgjöf um þróun starfsferils. Rafræn þjónustuveita átti að vera tilbúin síðastliðið haust, en til þess að tryggja gæði og virkja nýju sveitarfélögin (miklar sameiningar áttu sér stað í Noregi um sl. áramót innskot þýðanda) hefur þróunarfasinn verið framlengdur og nú er áætlað að þjónustan verði tilbúin haustið 2020.