Í framtíðarsýn fyrir Norðurlöndin felst varanleg velferð. Til þess að unnt verði að ná því takmarki verðum við öll að leggjast á eitt. Við verðum að byggja brýr á milli ólíkra aðila sem koma að námi fullorðinna, ráðgjöf, raunfærnimati, námi í atvinnulífinu og alþýðufræðslu. Örar samfélagslegar breytingar krefjast þess að við beitum nýjum aðferðum og tækni til þess að efla hugsun og bæta framkvæmd og byggja nýjar brýr. Taktu þátt í skapandi starfi – komdu á ráðstefnuna og vertu með í byggingu norrænna brúa í ævinámi.