Fjórða árið í röð verður „þjóðfundurinn“ í Allinge á Borgundarhólmi haldinn dagana 12. til 15. júní 2014. NVL verður með í bás Norrænu ráðherranefndarinnar sem í ár ber yfirskriftina: Norden i Fokus, og mun þar standa fyrir umræðum um eyjasamstarfið um fullorðinsfræðslu. Þátttakendur í umræðunum eru allir með í tengslanetinu um eyjasamstarf, en það er á milli Borgundarhólms, Gotlands og Álands. Fundurinn verður haldinn laugardaginn 14. júní kl. 10- 11 á Sirkustorginu, tjaldi Norðurlandanna, C17.