Í janúar 2006 setti Norræna tengslanetið um nám fullorðinna, NVL, sem er verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar, á laggirnar þankabanka með það að markmiði að leggja grundvöll að umræðum sem fara fram um færni til framtíðar frá sjónarhorni símenntunar. Í október kom út skýrsla um niðurstöður þankabankans, Færni til framtíðar – og hvernig við þróum hana. Á Norðurlöndunum hafa staðið yfir kynningar á efni skýrslunnar.