Græn, samkeppnishæf og félagslega sjálfbær Norðurlönd – einnig fyrir fullorðna. Megináhersla er á börn og ungt fólk í formennskuáætlun Dana fyrir Norrænu ráðherranefndina 2020, en fullorðnum er ekki gleymt, fullvissa Lise Lotte Toft skrifstofustjóri og Charlotte Romlund Hansen ráðgjafi í danska barna- og menntamálaráðuneytinu okkur um.