Cecilia Bjursell er prófessor í kennslufræði sem síðustu ár hefur sökkt sér niður í löngunarfyllsta námið. Það snýst um valfrjálst nám 65 ára og eldri.
Stofnun æðri menntunar og færni í Noregi (HK-dir) hefur úthlutað 94 milljóna norskra króna til hæfniþróunar í 11 atvinnugreinum.
Staðan í Finnlandi og á Grænlandi 2022
Í haust munu fyrstu nemendurnir hefja starfsnám til undirbúnings starfa í rafhlöðuiðnaðnum. Þegar eru mörg stór verkefni við byggingu rafhlöðuverksmiðja, í Mo í Rana, Arendal og mörgum öðrum stöðum hafin. Við fagskólann í Viken er allt lagt undir við þróun á nýju námi fyrir fagmenntað starfsfólk fyrir rafhlöðuiðnaðinn.
Hvernig eigum við að geta náð til allra sem hafna utan við stafrænt samfélag? Spurningin er brýn. Hvað gera Finnar? Höfum við lært eitthvað af hinum Norðurlöndunum.? Við spyrjum tvo finnska fulltrúa í NVL Digital.
Norræna líkanið, veistu hvað felst í hugtakinu? Nemendur í framhaldsskóla vissu það ekki þegar þeir voru spurðir.
NVL digital heldur vefstofu sem fjallar um stafræna hæfni eldri borgara – hver er staðan og hvaða verkefni eru í gangi til að stuðla að stafrænni hæfni eldra fólks?
Margir gleðjast yfir því að fá tækifæri til þess að fá einingar eftir að hafa sótt alþýðufræðslu eða fræðslu í þriðja geiranum. Í Finnlandi eru hæfnivottun skref í því ferli. En er það rétta leiðin?
Hvernig má til dæmis tryggja að hæfnivottun frá ýmsum samtökum greina atvinnulífsins og annars konar óformleg hæfni sé metin á sama hátt í ólíkum löndum? Um það snýst Erasmus+ verkefni sem nú er unnið að.
Hvernig mun nám fara fram t í framtíðinni og hvert verður hlutverk kennarans? Samstarfsaðilar í Nordplus verkefninu Endursköpun símenntunar eru fulltrúar þriggja háskóla á Norðurlöndum.
Ný skýrsla var birt í september 2021. Í henni eru kynntar niðurstöður sem sýna að þátttaka í námskeiðum, námsþingum: Þátttaka íbúanna í námskeiðum, námsstefnum og ráðstefnum.
Fjarnámi hefur verið spáð mikilvægu hlutverki í grænlenskum skólum. Sérstakur áhugi hefur verið á því að nýta fjarkennslu til að tryggja að ákvæði í grunnskólareglugerð nái til allra landshorna.
Ný tækni, græn umskipti og þær hröðu breytingar sem þeim fylgja er bargrunnur vinnu nýju nefndarinnar um færniþörf í Noregi. Nefndin á að meta þarfir menntakerfisins til þess að mæta þarfir samfélasins á komandi árum.
Sænska ríkisstjórnin lagði í sumar fram frumvarp um innleiðingu nýrra námsstyrkja vegna umbreytinga, sem hluta aðgerða við endurbætur á vinnumarkaði. Markmið nýju styrkjanna er að styrkja stöðu launþega á vinnumarkaði.
Ríkisstjórnin í Noregi lagði í júní fram nýja stefnu fyrir tækniskóla og háskóla. Opna á menntakerfið til þess að fleiri geti lagt stund á nám óháð búsetu og aðstæðum í lífinu.
Fulltrúar Frjálslynda flokksins, Hægriflokksins, Kristilega þjóðarflokksins og Framfarflokksins í Noregi eru samála um nýjar umbætur á menntun á framhaldsskólastigi. Umbæturnar á rétti til að ljúka námi eru umfangsmestu breytingar sem gerðar hafa verið á menntun á framhaldsskólastigi síðan á tíunda áratug síðust aldar.
Fyrir fullorðinsfræðarann Ninu Lindberg bauð nám í raunfærnimati bæði upp á óvænta upplifun og staðfestingu á því að hún væri á réttri leið.
- Ráð tengd hæfnistefnu munu leika mikilvægt hlutverk í viðspyrnu efnahagslífsins í kjölfar heimsfaraldursins, segir Sveinung Skule, framkvæmdastjóri við DialogWeb. Við buðum honum í viðtal á tímum atvinnuleysis og leyfisveitinga, sjokkstafvæðingu og hraðari takti breytinga vegna heimsfaraldursins
„Norður er best. Vetrar logahvirfill, sumarnætur kraftaverk. Ganga mót vindi, klífa fjöll. Líta norður.“ Þessar ljóðlínur eru úr ljóði norska ljóðskáldsins Rolf Jacobsen Norður. Þeim fjölgar sem líta í norðurátt. Áhugi stjórnmálamanna á norðurslóðum eykst bæði meðal þjóðanna sem í hlut eiga og á alþjóða vísu.
Samtímis því að kórónufaraldurinn hefur átt þátt í að efla stafrænan vettvang og verkfæri til náms, funda og samskipta, verður greinlegt að hætt er við að fjölmennir hópar íbúa verði útilokaðir frá þátttöku í samfélaginu vegna skorts á stafrænni hæfni.
Í nýju skýrslunni Jafnvægislist – hvernig og hversvegna lýsa færni sem þróast í atvinnulífinu (n. Balansekunst – hvordan og hvorfor beskrive kompetanse som utvikles i arbeidslivet) kynna atvinnurekendasamtökin Virke i Noregi módel sem allir geta nýtt sér til þess að lýsa færni sinni á þann hátt að aðrir skilji.
Símenntun og færniþróun
Í Noregi getur maður valið hvort maður vill ráðgjöf auglitis til auglitis í ráðgjafarmiðstöð eða nafnlaust á netinu
Í Finnlandi hefur verið tekin upp ný aðferð í starfsnámi er varðar þróun persónulegrar þekkingaráætlunar (personliga utvecklingsplaner för kunnande skammstafað PUK)
Evrópa er eitt af elstu stóru hagkerfum heims. Þess vegna fjárfestir Evrópusambandið í fullorðinsfræðslu og sambandið mun um ókomna framtíð halda áfram að fjárfesta í henni. Það sama á við um Finna af fullum krafti, segir Erno Hyvönen frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu í Finnlandi.
Kennurum er kastað út í fjarkennslu og það veitir aðra og nýja reynslu. En verður það ef til vill til þess að fjarkennsla öðlast viðurkenningu eftir að kórónufaraldrinum lýkur? Bæði og segja sérfræðingarnir.
Niðurstöður nýlegar könnunar eru augljósar. Finnar telja að ævinám sé meðal grundvallarréttinda og að breið almenn menntun sé dýrmæt.
Danir eru á góðri leið með að þróa rafræna náms- og starfsráðgjöf, sem verkfæri þar sem hægt er að nálgast ráðgjöf ýmist til almennrar menntunar eða fullorðinsfræðslu. Álendingar, Færeyingar og Grænlendingar telja góð tækifæri felast í rafrænni náms- og starfsráðgjöf.
Líkan NVL og ráðleggingar fyrir rafræna náms- og starfsráðgjöf á sjálfstjórnarsvæðunum: Grænlandi Færeyjum og Álandseyjum.
Framtíðarhúsið SITRA í Finnlandi hefur kynnt ráðleggingar um hvernig bæta má sí- og endurmenntun í Finnlandi, eitt atriðið varðar þörf á nýjum lögum um sviðið.
Markussen-nefndin mælir með að við sveigjum skoðanir okkar á menntun og færniþróun í átt að færnilíkani þar sem við lærum allt lífið – og vinnum í leiðinni.
Tormod Skjerve veit meira um færni í atvinnulífinu en flestir aðrir. Verkefni sem hann hefur unnið með lýsingu á færni sem aflað er á vinnustað þykir svo byltingakennt að nýlega voru honum afhent verðlaun fyrir það á Raunfærnimatstvíæringnum í Berlín.
Framlög til þróunar á sveigjanlegri símenntun eru liður í mótvægisaðgerðum við brottfalli af vinnumarkaði
Ef við viljum heilbrigt hagkerfi og lýðræði þar sem fólk er öruggt og aðlagað, megum við ekki hugsa um menntun á eins og við hugsum um að læra að hjóla, eitthvað sem við gerum í eitt skipti fyrir öll.
Stofnun fagháskóla í Svíþjóð ber ábyrgð á hæfnirammann um sænskt menntakerfi og afgreiðir jafnframt beiðni frá atvinnulífinu og fræðsluaðilum utan hins formlega kerfis að meta hæfni/starfaprófíla á þrep í hæfnirammanum og staðfesta gæðin. Hæfniramminn gerir allt nám sýnilegt og auðveldara samanburð á hæfni sem aflað er í námi og þeirri sem aflað er á vinnumarkaði. Nú eru hafa sex starfaprófílar verið metnar á þrep í sænska viðmiðarammanum og rúmlega 20 beiðnir um mat á þrep til viðbótar eru í afgreiðslu.
Norska stefnuráðið um hæfni hefur nú starfað í eitt ár. Tillögur varðandi nýja áætlun um hæfnisumbætur, undir heitinu “Að læra alla ævi”, er mikilvægt verkefni fyrir ráðið.
Námsmiðstöðvar hafa verið til um langt skeið í Svíþjóð. Í Danmörku er nám á háskólasvæði ennþá ríkjandi fyrirkomulag. Daninn Emil Erichsen var einn upphafsmanna Nordplus verkefnisins Nordic Center Learning Innovation, þar sem fjögur norðurlandanna deildu reynslu sinni af fjarnámi.
Við vitum það vel, vinnumarkaðurinn mun krefjast þess að við lærum eitthvað nýtt, förum í endurmenntun, já að við lærum alla okkar ævi. En við munum varla setjast á skólabekkinn, tilbúin með penna og stílabók.
Grand hótel
Frá og með janúar er nýr miðlægur gagnagrunnur fyrir próf og námsárangur.
Árið 2017 voru umræður í fleiri vinnuhópum um hvernig Finnar eiga að takast á við breytingarnar sem verða í kjölfar hnattvæðingar og tölvuvæðingar.
Net NVL um náms- og starfsráðgjöf undirbýr ráðstefnu um mótun starfsferils og æviráðgjöf dagana 23.-24. nóvember í Háskólanum í Málmey, og hún er einkum ætluð fagfólki sem kemur að mótun starfsferils.
Fjölmenning í alþýðufræðslu er hluti verkefnis sem hefur það að markmiði að efla færni starfólks í alþýðufræðslu og er fjármagnað af mennta- og menningarmálaráðuneytinu.
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins - ársfundur 2016. Arbeidslivets opplæringssenter - årsmøte 2016
Einn þáttur í samningaviðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar er ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að skipa sérfræðingahóp sem á árið 2017 að greina og leggja fram tillögur um nýjar lausnir er varða innihald og skipulag fullorðinsfræðslu og símenntunar.
Nemendur og námsmenn hjá kennurum sem hafa notið sí- og endurmenntunar á sviði upplýsingatækni beita henni helmingi oftar en þeir sem eru hjá kennara sem ekki hafa fengið sí- og endurmenntun á sviðinu.