The inherent power of Lifelong Learning

 

Í framlengdri og ef til vill viðvarandi efnahagskeppu sem hefur áhrif á hagkerfi allra í heiminum eru sumir sem tapa meiru. Í atvinnuleit búum við við ólíkar.forsendur. Að hafa menntun er kostur, en hún er ekki trygging Hve stór kostur? Og hvað felst í þessum kosti? Er það sérhæfð hæfni fyrir ákveðið fag eða óbein hæfni sem gerir útslagið? Rannsóknir sýna að stundum skiptir námsumhverfið máli.   

Lýsing á því er í grein eftir  Maurice de Greef á heimasíðu InfoNets. InfoNet er evrópsk fréttagátt fyrir ævinám. Upphaflega var síðunni komið á laggirnar sem fréttaþjónustu fyrir fjölmiðla á sviði ævimenntunar, Nú þjónar vefgáttin einnig almenningi. Með umfangsmiklu neti þátttakenda má fullyrða að InfoNet sé evrópsk hliðstæða VNL þar sem DialogWeb þjónar sama tilgangi.

Lesið meira um orkuna í ævinámi  (á ensku)

Heimsækið InfoNet