Tillögur stofnunar starfsmenntaháskóla um sænskan viðmiðaramma (NQF)

 

Ríkisstjórnin í Svíþjóð hefur ákveðið að styðja „Tillögur um evrópskan hæfni- og viðmiðaramma fyrir  ævinám – EQF“. Í meðmælunum eru aðildarlöndin hvött til þess að leggja fram eigin viðmiðaramma (NQF) og tengja hæfniviðmið viðkomandi þjóðar (opinbera skólakerfið) við viðmiðaramma landsins NQF. Sænska ríkisstjórnin hefur falið stofnun starfsmenntaháskóla  verkefnið að leggja fram tillögur um sænskan viðmiðaramma. Tillögunum ber að skila til ríkisstjórnarinnar fyrir 4. október og hægt er að skila inn umsögnum fram til 10. september. 

Nánar: www.eqfinfo.se/aktuellt/myndigheten-for-ykreshogskolans-forslag-till-nqf