Tillögur um niðurskurð til skóla felldar

 

Frumvarp finnsku ríkisstjórnarinnar um breytingar á fjárveitingum til mennta- og iðnskóla og fullorðinsfræðslu var fellt á finnska þinginu. Þingið felldi einni tillögur ríkisstjórnarinnar um endurskipulag á neti fræðsluaðila.

Markmið breytinganna á fjárveitingum og skipulaginu var að lækka fjárveitingar um, um það bil  260 milljóna evra. Breytingarnar á skipulaginu hefðu  haft í för með sér að allir sem nú bjóða upp á nám í menntaskólum, iðnmenntaskólum og á sviði fullorðinsfræðslu yrðu að sækja upp á nýtt um leyfi til þess að bjóða upp á námið. Líkur voru taldar á að það myndi leiða til þess að margir mennta- og iðnmenntaskólar yrðu lagðir niður.

Meira