Tillögur um víðtækar breytingar á fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna koma fram í nýrri úttekt sænsku ríkisstjórnarinnar

Úttekt á fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna (se. komvux) - Annað og öðruvísi tækifæri – fullorðinsfræðsla nútímans (SOU 2018:71) þar eru lagðar fram fjölmargar víðtækar breytingar á tilhögun fullorðinsfræðslu á vegum sveitarfélaganna. Í úttektinni kemur fram að breyta beri lögum um fræðsluna svo það verði greinilegt að hún sé hluti af hæfniþróun á vinnumarkaðarins.

 

Í samræmi við það eru tillögur í úttektinni um að breyta beri reglum um val á þátttakendum þannig að markhópurinn verði ekki lengur þeir sem stysta menntun sem njóta forgangs í framhaldsfræðslunni heldur þeir sem mesta þörf hafa fyrir menntun. Með tillögunni á að veita þeim sem til dæmis vilja skipta um starfsgrein tækifæri til náms í fullorðinsfræðslunni. Aðrar tillögur í úttektinni ganga út á að ákveðin fræðslusetrum verði falið að gera fullorðinsfræðslu hluta af kennaramenntuninni og  að einstaka einkareknir fræðsluaðilar sem vinna eftir þjónustusamningi við stjórnvöld verði að hafa rétt til að gefa einkunnir til þess að fá viðurkenningu sem fræðsluaðili. Í úttektinni er enn fremur lagt til að einkunnaskalinn fyrir nám á grunnskólastigi fyrir fullorðna verði einfaldaður og þá er einnig lagt til að sérkennsla (särvux) fyrir fullorðna verði lögð niður sem sérstakt skólasvið og verði hluti af almennri fullorðinsfræðslu.

Sjá nánar hér.