Tilmæli um að styrkja fullorðins- og símenntunarkerfin

Ríkisstjórnin í Danmörku skipaði sérfræðingahóp um fullorðins-, endur- og símenntun, (d. VEU)

 

Sérfræðingarnir hafa nú kynnt tillögur sínar í skýrslunni Ný færni allt lífið (Nye kompetencer hele livet

Alls eru tilmælin 13 og  skiptast á þrjú þemu. Hér eru dæmi um tilmæli:

  1. Samhæfa fullorðins- endur- og símenntunarkerfi sem meðal annars á að efla með því að hafa eina leið inn í kerfið, fjölga þeim sem fara í raunfærnimat, vinna markvisst gegn viðskiptaklösum, efla samstarf um VEU, styrkja grunnleikni og persónulega menntareikninga.   
  2. Hrinda í framkvæmd markvissum starfsmenntamiðuðum aðgerðim til að efla nám fullorðinna og endurmenntun meðal annars með markvissri opinberri fjármögnun til að fjölga sveigjanlegum tækifærum, styrkja skjalfestingu á viðmiðum um hæfni, þekkingu og leikni, breyta á framboði á vinnumarkaðsnámskeiðum, einfalda á endurgreiðslu.
  3. Að samstarf aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda verði uppfært.

Tilmælin verða hluti af kjarasamningsviðræðum á komandi hausti um eflingu fullorðins-, endur- og símenntunarkerfinu VEU. 

Meira