Tilraunaverkefni um menntun í Norðvesturkjördæmi

Háskólinn á Bifröst hefur umsjón með framkvæmd tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og er fjármagnað af aðilum vinnumarkaðarins.

 

Markmið er að efla ráðgjöf til fyrirtækja um nám á vinnustað í Norðvesturkjördæmi, auka samstarf atvinnulífs og fræðsluaðila í kjördæminu um starfstengt nám, fjölga einstaklingum sem ljúka iðnnámi og efla íslenskukunnáttu innflytjenda í kjördæminu. 

Ráða á og þjálfa fræðsluerindreka sem munu starfa hjá fræðslumiðstöðvum í kjördæminu og heimsækja fyrirtæki og hvetja þau til þess að gefa starfsmönnum tækifæri á menntun og stuðla að auknu samstarfi atvinnulífsins og fræðsluaðila.  Aðgengi að raunfærnimati  verður aukið sem og stuðningur til að ljúka námi að því loknu. 

Nánar: Bifrost.is