Tilraunaverkefnið með læriföður fer vel af stað

Norska lýðháskólasambandið fékk 1,4 milljónir norskra króna í tilraunaverkefni sem snýst um læriföðurskipulag fyrir þá nemendur í lýðskóla sem ekki hafa lokið námi úr framhaldsskóla.

 

Tilraunaverkefnið á að innleiða á skólaárinu 2016-2017 til þess að afla reynslu frá þremur lýðháskólum með ólíkri nálgun læriföðurhlutverksins. Tilraunaskólarnir þrír eru í Ringerike, Risøy og Skiringssal.


Markmiðið með Læriföðurhlutverkinu er að kanna hvernig lýðháskólanám getur nýst sem hvatning til frekara náms fyrir þann þriðjung nema sem ekki hafa lokið námi á framhaldsskólastigi. Verkefnið er hrint í framkvæmd með innblæstri frá samsvarandi verkefni í Danmörku.


Nemandinn sem nýtur þess að hafa læriföður er venjulegur nemi við lýðháskólann, en hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi og tekur einnig þátt í sjálfboðstarfi og er skyldugur til að vera með í læriföðurverkefninu allt skólaárið.

Læriföðuráætlunin er að mestu leiti samsett af röð samtala (hugarfarslegri ráðgjöf) á milli nema og læriföðurs. Hún getur einnig falið í sér þætti úr hópavinnu og aðstoð við að skilja faglegar áskoranir til dæmis við að sækja færni frá framhaldsskóla í nágrenninu.

Nemar sem taka þátt í verkefninu njóta leiðsagnar læriföðurs allt árið á meðan á verkefninu stendur og allt að einu ári eftir að dvöl á lýðháskólanum lýkur. Aukinn sjálfsskilningur, þekking á skólakerfinu og athafnasemi eru brýn markmið.  
Fjórir eða fimm lærifeður verða valdir í hverjum skóla. Þeir fá tveggja daga námskeið fyrir lærifeður áður en skólaárið hefst. Námskeiðinu verður fylgt eftir með því að skjalfesta reynsluna á skólaárinu. Lærifeðurnir í skólanum vinna saman í teymum. Sameiginlegu svæði þar sem aðföngum lærifeðranna verður vistað verður komið á.
 

Tilraunaverkefnið verður skjalfest og metið af ytri fræðimanni við Háskólann í Suð-Austur Noregi. Þekkingarráðuneytið í Noregi hefur veitt 1.410.00 milljónum norskra króna árin 2016 og 2017 til verkefnisins, til skipulagningar og framkvæmdar þess. Milli 30 og 40 nemar taka þátt í verkefninu.