Tímabundið átak til að til ráðninga gegn langtímaatvinnuleysi

 

Vinnumálastofnun stýrir átakinu sem beinist einkum að fólki sem verið hefur án atvinnu í eitt ár eða lengur. Með átakinu Vinnandi vegur er áhersla lögð á sameiginlegan ávinning þátttakenda þar sem atvinnurekendum er auðveldað að ráða fólk til starfa og atvinnuleitendum gefst tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Með ráðningu starfsmanns samkvæmt skilyrðum átaksins fær viðkomandi fyrirtæki eða stofnun ráðningarstyrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur fullum atvinnuleysisbótum, í allt að 12 mánuði. Starfsmanninum eru tryggð laun samkvæmt kjarasamningi og greiðir atvinnurekandinn það sem á vantar.
Við nýráðningar verður boðið upp á mismunandi leiðir sem henta fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum: Almennar ráðningar, starfsþjálfun, nýsköpun innan fyrirtækja og stofnana og fyrirtækjanám.

Meira: www.vinnumalastofnun.is/vinnandivegur/