Tíu aðgerðir ESB til þess að efla færni í Evrópu

Nýlega samþykkti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nýja stefnu færniþjálfunar.

 

Með stefnunni vill ESB leggja sitt af mörkum við þróun færni og varðveislu mannauðs í Evrópu. Hugmyndin er að efla tækifæri til virkrar þátttöku á vinnumarkaði, samkeppnishæfni og vöxt í öllu löndum Evrópusambandsins. Aðildarríki eru hvött til að leggja áherslu á hágæðafærni sem mætir þörfum atvinnulífsins. Kannanir hafa leitt í ljós að nokkuð skortir upp á færni í læsi og ritun 70 milljóna Evrópubúa. Ennþá fleiri skortir færni í beitingu upplýsingatækni og tölulæsi. Þessum hópi er hætt er við að missa vinnu og lenda á jaðarsvæðum. Hins vegar sinna margir einstaklingar í ESB störfum sem hvorki  eru í takti við færni þeirra né áhugasvið. Þetta á einkum við um unga háskólamenntaða einstaklinga. Á sama tíma eiga 40 % atvinnurekanda erfitt með að finna fólk með hæfni sem er nauðsynleg til þess að fyrirtækin vaxi og nýsköpun eigi sér stað. Síðast en ekki síst eru frumkvöðlar allt of fáir sem og þeir hafa þá færni sem þarf til þess að stofna og reka eigið fyrirtæki og aðlaga sig sífellt að  ört breytilegum kröfum atvinnulífsins.  

Framkvæmdastjórni ESB hefur lagt til tíu aðgerðir sem hrinda á í framkvæmd á næstu tveimur árum.

  • Færnitrygging  til þess að aðstoða einstaklinga með litla menntun við að efla grunnleikni í læsi, ritun, tölulæsi og beitingu upplýsingatækni til þess að þeir geti farið í nám á framhaldsskólastigi.
  • Yfirferð yfir evrópska viðmiðarammann um menntun til þess efla skilning á hæfni og til þess að virkja betur færni sem er til staðar á evrópskum vinnumarkaði.
  • Koma á bandalagi á milli stafrænnar færni og stafrænum atvinnutækifærum sem á að sameina meðlimslöndin og fræðsluaðila, störf og iðnað í að skapa forða starænnar færni og sjá til þess að bæði einstaklingar og vinnuafl í Evrópu búi yfir þeirri stafrænu færni sem nauðsynleg er.
  • Áætlun um samstarf geira um færni til þess að þróa færnikannanir og takast á við skort á færni sem ríkir í vissum geirum. 

Frekari aðgerðir verða kynntar síðar á þessu ári og á árinu 2017.

  • Verkfæri til þess að kortleggja færni fólks frá löndum utan ESB  til þess að auðvelda kortlagningu færni og hæfni hælisleitenda, flóttamanna og annarra innflytjenda.
  • Endurskoðun á stefnu um Europass til þess að bjóða fólki upp á betra og sveigjanlegri verkfæri til þess að kynna færni sína og fá mikilvægar upplýsingar í rauntíma um færniþarfir og færnistefnu fyrir starfs- eða námsval. 
  • Starfsnám á að verða fyrsta val því markmiði á að ná með því að leggja áherslu á nám á vinnustað og góðar horfur á vinnumarkaði.
  • Endurskoðun á tillögum um lykilfærni í fullorðinsfræðslu og stuðla að því að fleiri afli sér grunnleikni sem er nauðsynleg forsenda þess að lifa og starfa á tuttugustu og fyrstu öldinn, með sérstakri áherslu á frumkvöðulshátt og nýsköpunarhugsun. 
  • Átak til þess að fylgja nýútskrifuðum eftir og bæta upplýsingar um þróun háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
  • Tillaga um dýpri greiningu og miðlun reynslu af því að vinna gegn færnileka

Lesið meira

Heimild: Fréttatilkynning frá framkvæmdastjórn ESB