Tækifæri launþega til náms á vinnustað hafa batnað

 
Árið 2012 tók meira en helmingur launþega (57 %) þátt í menntun sem vinnuveitandi greiddi fyrir. Hlutfallið hefur hækkað um tíu prósent frá upphafi aldarinnar. Dögum sem varið er til menntunar hefur hins vegar fækkað talsvert.  
Meiri áhersla er lögð á nám í starfi og þátttöku í menntun hjá hinu opinbera en í einkageiranum. Hærra settir embættismenn telja tækifæri sín mun betri en lægra settir eða verkamenn.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í bráðabirgðatölum úr Atvinnubarómetranum 2012. Barómeterinn lýsir þróun á gæði atvinnu hefur verið út frá sjónarhorni launþega. Mælingar vegna hans hafa verið gerðar síðan 1992. Umfangsmeiri skýrsla með nákvæmari niðurstöðum verður birt síðar á vordögum 2013.
 
Meira: Tem.fi