Tæknistutt nám og sveigjanlegt veitir fleirum tækifæri til menntunar

 

Könnunin varpar ljósi á útbreiðslu af tæknistuddu námi og blönduðum námsleiðum í grunn- og framhaldsnámi í Danmörku. Meðal þeirra fræðslutilboða sem könnunin tekur til eru símenntunarmiðstöðvar fyrir fullorðna, nám fyrir fullorðna á grunn- og framhaldsskólastigi  auk námsleiða til diplóma í verslunarháskólum og starfsmenntaháskólum. Í könnuninni er litið til ástæðunnar að baki því að beita tæknistuddri kennslu og/eða blöndu af hefðbundnu og tæknistuddu námi fyrir sérstaka markhópa og hvaða tækifæri eru til að nota slíkar aðferðir og hvað getur komið í veg fyrir að þeim sé beitt. Sveigjanleiki veitir fullorðnum sem búa langt frá kennslustað, eða eru í fullu starfi tækifæri til náms og börn geta einnig tekið þátt í kennslunni. Hindranir sem getið er um felast m. a. Í takmarkaðri þekkingu námsmanna á þeim  tækifærum sem eru í boði auk þess sem skortur er á getu og færni bæði meðal námsmanna og leiðbeinenda.

Hægt er að nálgast skýrsluna á slóðinni: HTML