Rytmisk Center (RC), sem er sú miðstöð í Kaupmannahöfn sem býður upp á fjölbreyttast úrval tónlistarkennslu fyrir fullorðna, hrinti í mars 2017 af stað verkefnið sem á að auka fjölmenningu meðal þátttakenda og leiðbeinenda.
Starfsfólk miðstöðvarinnar stefnir að því að miðstöðin verði staður þar sem allir íbúar i Kaupmannahöfn, óháð fjölskyldu bakgrunni geta tekið þátt í tónlistarviðburðum.
Markmið verkefnisins er að mæta markhópnum með virðingu og einkum að forðast að koma fyrir eins og verkefni um aðlögun. „Okkur er kunnugt um að þau eru dauðþreytt á verkefnum þar sem einhver vil bjarga einstaklingum í markhópnum fyrir tilstuðlan tónlistar. Við mætum fólki auglitis til auglitis. Við erum meðvituð um að tónlistarkennsla er góð fjárfesting, óháð því hver þú ert.“ Stendur í kynningarefni miðstöðvarinnar.
Þann 11. september 2017 heldur RC ráðstefnu um reynsluna af verkefninu.
Nánar