Tony Bates á ráðstefnu um stöðu tölvunotkunar 2011

 

Noregsháskólinn hefur gert könnun um gervallan Noreg á  upplýsingatækni í háskólakennslu undir heitinu  Digital tilstand 2011. Áætlað er að halda ráðstefnu um könnunina dagana 17. og 18. október á Grand Hótel í Osló. Tony Bates er kunnur fyrir störf sín á sviði upplýsingatækni og sveigjanlegrar kennslu og hann er formaður stjórnar Tony Bates Association. Áður starfaði hann um árabil við Háskólann í Bresku Kólumbíu og hefur m.a. gefið út bókina "Managing technological change" sem oft er vitnað í.

Meira: http://norgesuniversitetet.no/ikt/tony-bates-til-digital-tilstand-2011