Tormod Skjerve – stöðugur og mikilhæfur „jafnvægislistamaður“

Tormod Skjerve veit meira um færni í atvinnulífinu en flestir aðrir. Verkefni sem hann hefur unnið með lýsingu á færni sem aflað er á vinnustað þykir svo byltingakennt að nýlega voru honum afhent verðlaun fyrir það á Raunfærnimatstvíæringnum í Berlín.

 
Dialogweb hitti Tormod Skjerve í vinnunni hjá norsku atvinnurekendasamtökunum Virke.  Við báðum  hann um að svara sömu föstu spurningunum sem allir „prófílar á Norðurlöndunum“ verða að svara, um leið og við kynnumst því aðeins nánar út á hvað jafnvægislíkanið gengur. Tormod Skjerve. Mynd: Virke. Dialogweb hitti Tormod Skjerve í vinnunni hjá norsku atvinnurekendasamtökunum Virke. Við báðum hann um að svara sömu föstu spurningunum sem allir „prófílar á Norðurlöndunum“ verða að svara, um leið og við kynnumst því aðeins nánar út á hvað jafnvægislíkanið gengur. Tormod Skjerve. Mynd: Virke.

Á norrænum vettvangi hefur hann ásamt Ingegerd Green skrifað skýrsluna „Færni frá sjónarhorni atvinnulífsins“. Á vinnustað sínum hefur hann lagt grunn að líkani til þess að lýsa færni sem aflað er í atvinnulífinu og sem sagt hefur verið verðlaunað.  

Sjálfur er hann í góðu jafnvægi samkvæmt líkaninu, þar sem einstaklingnum er lýst sem jafnvægislistamanni í vinnunni. Í röksemdafærslunni við verðlaunaafhendinguna „The Global Prize for Validation of Prior Learning“ kom meðal annars fram að „jafnvægislíkanið er framúrskarandi dæmi um hvernig hægt er að byggja brýr á milli vinnumarkaðarins og menntunar með aðstoð raunfærnimats“. 

Dialogweb hitti Tormod Skjerve í vinnunni hjá norsku atvinnurekendasamtökunum Virke. Við báðum hann um að svara sömu föstu spurningunum sem allir „prófílar á Norðurlöndunum“ verða að svara, um leið og við kynnumst því aðeins nánar út á hvað jafnvægislíkanið gengur. 

Podcast:

Þú getur líka hlustað á samtal Torhildar Slåtto við Tormod Skjerve um færniþarfir framtíðarinnar.

Einstakur samleikur 

– Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar Norðurlöndin eru nefnd? 

– Norræna líkanið! Svarar hann um hæl og skýrir það nánar. 

– Ég hugsa um einstakt samspil milli aðila atvinnulífsins og stjórnvalda, ekki hvað síst á sviði færni. Ævinám hefur líka norrænan hljóm. 

Tormod Skjerve er ráðgjafi í Virke, eða eins og starfsheitið er á ensku „senior policy advisor“. Undir hann heyrir færnipólitík. Hann hefur jafnframt unnið með menntamál á fjölmörgum svíðum og í ólíku samhengi. Um þessar mundir er mikil gerjun á sviði færniþróunar og hún nýtur forgangs hjá honum.  

MediaHandler.jpg  
Tormod Skjerve í kunnuglegu hlutverki. Á myndinni kynnir hann Jafnvægislist/ Balansekunst á málstofu um raunfærnimat í Húsi atvinnulífsins í Reykjavík. Mynd: Sveinn Aðalsteinsson

Flest okkar eru kannski ekki alveg jafn nákvæm í hugsun sem varðar menntun og færni og hann.

– Færnistefna skipar æðri sess og menntastefnan er hluti hennar, útskýrir Tormod. 

– Segðu okkur frá dæmigerðum vinnudegi, eða dæmigerðu verkefni sem felst í starfi þínu? 

  – Ég held uppi tengslum við félaga í samtökunum og tek virkan þátt í mörgum verkefnum. Dæmigert verkefni er að tengja saman félaga í samtökunum við færnipólitík, til þess að þeir fái rétta færni á réttum tíma. Ég stuðla að því að þeir vinni á markvissari og meðvitaðri hátt að færniöflun, að þeir geri sér betur grein fyrir því hvers þeir þarfnast og hvernig þeir geta þróað færni sem er til staðar í fyrirtækinu. Þar að auki tek ég þátt í svokölluðum þríhliðasamningum, þar sem aðilar atvinnulífsins vinna með stjórnvöldum, eins og við gerum til dæmis í Færnistefnuráðinu (Nánar um  Kompetansepolitisk råd, https://nvl.org/Content/Nasjonalt-kompetansepolitisk-rad

Þolinmóð seigla  

– Lýstu sjálfum þér með fjórum orðum.

– Ég bý yfir þolinmóðri seiglu. Ég gefst ekki upp fyrr en ég hef náð markinu. Þar að auki fellur mér betur að skapa eitthvað nýtt heldur en að flikka upp á gamalt. 

Þolinmóða þráablóðið getur horft um öxl og virt fyrir sér markmiðin sem hafa náðst, mikilvæg þáttaskil eftir margra ára starf. Við spyrjum hverju hann hafi áorkað sem gleður hann sérstaklega, sem hann er ánægður með og kannski stoltur yfir.  

– Ég er stoltur yfir að við náðum því í gegn að starfsnám er valkostur fyrir stútdenta í BA námi á viðskipta- og stjórnunarsviði, þar sem starfsnámið er samþættur hluti námsins. Tíu ár eru liðin síðan ég lagði þetta til í fyrsta skipti. Nú höfum við náð þessu. Virði starfsnámsins hefur hlotið  viðurkenningu. Annars er vinnan við skýrsluna um Jafnvægislist (no. Balansekunst)  – hvernig hægt er að lýsa færni sem aflað er í atvinnulífinu það mikilvægasta sem ég hef gert. Ég hef lýst líkani og aðferð til þess að meta færni sem aflað er í atvinnulífinu. Verkefnið var hluti af vinnunni við þróun færnistefnu fyrir norsku þjóðina. Á Berlínartvíæringnum kynnti ég líkanið.  

Byltingarkenndur 

– Mikil færniþróun á sér stað í atvinnulífinu, en almennt er lítil þekking eða skilningur á því hverskonar færni er þörf fyrir. 

Það er einmitt ólíkar tegundir af færni sem Tormod lýsir í skýrslu sinni um jafnvægislistir sem ber heitið Balansekunst á norsku. Þetta er byltingarkennd vinna við þróun aðferðar sem gerir mögulegt að lýsa færni á þann hátt að hægt er að bera kennsl á hana í víðara samhengi við atvinnulífið og formlega menntakerfið. 

Þrjú pör jafnvægispunkta 

Allri nauðsynlegri færni á vinnustað má skipa í þrjú pör jafnvægispunkta, síðan er brýnt að með sífelldri færniþróun að reyna að halda jafnvægi innan paranna. Eitt parið er fyrir notkun aðfanga, jafnvægi á milli fólks og tækni. Til þess að geta sinnt starfi á fullnægjandi hátt verður að halda jafnvægi hafa vald á samskiptum fólks og beita tækni. Næsta par er framleiðni með jafnvægi á milli sveigjanleika og vanagangs. Nauðsynlegt er að fylgja rútínu en gæta jafnframt að sveigjanleika. Þriðja parið felur í sér skilvirkni með jafnvægi á milli hraða og núvitundar. Starfsmaður verður að geta framkvæmt og stýrt tíma sínum á sem hagkvæmastan hátt, þetta verður jafnframt að vera í jafnvægi við samskipti og athygli á viðskiptavini. 

Til þess að gera það auðveldara að bera kennsl og tjá færnina í reynd hefur fjögurra þrepa líkan verið búið til. Gagnlegt verkfæri þegar vinna á með færni í eigin fyrirtæki. Fyrir þann, sem framleiðni og skilvirkni skiptir megin máli, getur það reynst gulls ígildi. Hægt er að lesa alla skýrsluna hér.

– Hvaða færni, reynsla og tengsl nýtast þér helst í norrænu samhengi?

– Ég held að það sé breið reynsla mín frá ólíkum náms- og kennsluvettvangi sem og af ólíkum norrænum vettvangi, og eins í evrópsku samhengi. Ég þekki marga þætti færniþróunarkerfis og allt þetta nýti ég í norrænu samstarfi. 

Margt að læra af nágranna þjóðunum  

– Hvað hefur þú lært af norrænu samstarfi sem þú hefur getað nýtt þér í eigin starfi?

 Frá Svíum hef ég lært ýmislegt um hvernig hægt er að byggja færniviðmið í atvinnulífinu á forsendum atvinnulífisins. Danir hafa gott kerfi fyrir svæðisbundna sí- og endurmenntun og síðast en ekki síst getum við lært mikið af Íslendingum sem búa yfir frábæru skipulagi með Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.   

Sterkari norræn rödd 

– Hvað telur þú mikilvægast í áætlun eins og Norrænt tengslanet fyrir fullorðna er, NVL?

–  Það er mikilvægt að hafa vettvang þar sem hægt er að skiptast á reynslu og hugmyndum, þar sem við getum veitt hvert öðru innblástur, lært hvert af öðru og unnið saman. Við eigum að geta þróað enn öflugri norræna rödd, segir Tormod með áherslu. 

Á forsendum atvinnulífsins 

– Ef þér yrðir falið að vera Norrænn ráðherra fyrir nám fullorðinna, til hvaða aðgerða myndir þú gípa? 

Tormod hugsar sig um áður en hann legur fram djarfa hugsun:

– Ég mynd veðja á umfangsmikla norræna áætlun fyrir ævinám á forsendum atvinnulífsins. Ég þyrfti að hafa minnst tvö ár á stólnum og slatta af peningum, segir Tormod og brosir breitt. 

FAKTABOKS: 

Tormod Skjerve (65), Noregi 
Ráðgjafi í færnipólitík við norsku atvinnurekendasamtökin Virke
Kandídatspróf frá heimspekideild háskólans í Ósló
Meðlimur í NVL netinu Færni í og fyrir atvinnulífið 
Lauk verkinu með skýrslunni „Færni frá sjónarhóli atvinnulífsins“