Tungumál, aðlögun og vinnumarkaðurinn

Þann 23. ágúst var haldið málþing í Þórshöfn á Færeyjum með yfirskriftinni tungumál, aðlögun og vinnumarkaðurinn.

 

Markmið málþingsins var að bjóða innflytjendum, stjórnvöldum, fræðimönnum, leiðbeinendum, aðilum atvinnulífsins og öðrum til umræðan um hvernig best verður staðið að aðlögun að samfélaginu og vinnumarkaði. Athygli beindist að reynslu innflytjenda og áskorunum tengdum því að læra færeysku og upplifun þeirra af því að fara út á vinnumarkaðinn. Þá var fjallað um nám og fræðslu fullorðinna er varðar færni í tungumálinu, félagslega aðlögun og að fá atvinnu. 75 fulltrúar fyrrnefndra aðila tóku þátt í málþinginu og umræðurnar heppnuðust vel. Málþingið var afar árangursríkt.