Tveir þriðju hlutar umsækjenda í sænska háskóla eru konur

 
Eins og fyrr er meiri hluti umsækjenda konur. Nærri lætur að tveir þriðju hlutar, eða 63 % umsækjenda séu konur. Sífellt fleiri notfæra sér rafræna skráningu þrátt fyrir að enn sé hægt að nota umsóknareyðublöð úr pappír. Gert er ráð fyrir að umsækjendur fái svar við umsóknum sínum um miðjan desember.
Nánari upplýsingar…