Tvíæringur

Fólki hvaðanæva að úr heiminum er boðið að sækja um þátttöku til þess að miðla fyrirmyndardæmum sem veitt geta öðrum tækifæri við þróun og innleiðingu skilvirkra raunfærnimatskerfa.

 
Ljósmynd: vplbiennale.org Ljósmynd: vplbiennale.org

Úrval umsækjenda fá ráðstefnupassa sér að kostnaðarlausu auk boðs um að sýna vöru sína, stefnu eða aðferðir í aðalsal tvíæringsins. Verðlaunahafar í hverjum flokki verða kynntir við verðlaunaafhendingu í kvöldmóttöku þriðja tvíæringsins í Berlín þann 7. maí 2019. 

Undir þemanu Virkjum stefnuna raunfærnimat fyrir nám og vinnumarkað (Making policy work – Validation of Prior Learning for education and the labour market), er markmiðið að Tvíæringurinn um raunfærnimat renni styrkari stoðum undir starf stefnumótenda, framkvæmdaaðila, notenda, fræðimanna og annarra hagsmunaaðila sem koma að þróun og innleiðingu raunfærnimats.  

Frestur til að skila inn umsóknum um verðlaun fyrir raunfærnimat er til sunnudagsins 24. febrúar 2019. 

Nánari upplýsingar og skráning hér