Tvær nýjar námsbrautir í Námuvinnsluskólanum

 

Í náminu felst fyrst nám í skóla í tvö ár og síðari tvö árin eru nemendur í verknámi annaðhvort hjá námufyrirtæki eða hjá verktaka og því lýkur með sveinsprófi. Til þess að tryggja að námið sé samkeppnishæft á alþjóðlegum vettvangi var það skipulagt í samstarfi við skóla sem hefur umfangsmikla reynslu á sviðinu en það er Framhaldsskólinn á Kirkjunesi í Noregi. Þar með er tryggt að menntunin er viðurkennd í allri Skandinavíu.
12 nemendur hefja nám á hvorri námsbraut, en á fyrsta ári leggja allir nemar stund á sama nám en að því loknu þurfa þeir að velja aðra hvora brautina. Grundvöllur námsbrautanna er framtíðarsýn Grænlendinga um námavinnslu með fjölda verkefna sem hrinda á í framkvæmd.

Heimasíða Námuvinnsluskólans: www.sanilin.gl