Tvær nýjar skýrslur um alþýðufræðslu

 

Þátttakendur í leshópum 2008. Könnun meðal þátttakanda í leshópum fræðslusambanda.
Alþýðufræðsluráðið í Svíþjóð hefur gert nokkrar kannanir á meðal þátttakenda í leshringjum , kannanirnar eru gerðar til þess að meta áhrif alþýðufræðslunnar.  Nýjasta skýrslan byggir á niðurstöðum könnunar sem náði til 10.800 þátttakanda í leshringjum árið 2008. Til viðbótar voru einnig tekin viðtöl til þess að dýpka þekkingu um ástæður fyrir þátttöku í leshringjum og um áhrif þeirra á einstaklingana og samfélagið. 
Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar meta þátttakendur mikils að öðlast þekkingu og færni en ekki hvað síst persónulegan þroska. Það sem skiptir mestu máli er áhrif leshringjanna á vellíðan og að einstaklingurinn fá notið sín. Hringirnir veita félagsskap og tækifæri til nýrra sambanda. Þátttaka í leshring getur einnig verið hvatning til frekara náms..

Nánar: PDF

Gagnasafn um (raun)færnimat
Skýrslan er samin af Norræna lýðskólaráðinu og byggir á kortlagningu á því hvernig norrænir lýðskólar vinna með að skjalfesta þá (raun) færni og óformlegu færni sem nemendur hafa tileinkað sér. Í lok skýrslunnar eru lögð fram þrjár tillögur um aðgerðir sem hægt er að grípa til .

Nánar: www.rio-org.se/News.aspx?oID=13017