Tvær skýrslur er varða fræðslu fullorðinna birtar

 

Sú fyrri er hluti af  IPA verkefni FA og fjallar um færniþörf á vinnumarkaði en sú síðari um viðhorf til þátttöku í námi á fullorðinsárum.

Skýrslan "Færniþörf á vinnumarkaði - horfur til næstu 10 ára" er tilbúin. Skýrslan er unnin af Vinnumálastofnun fyrir FA sem hluti af IPA verkefninu "Þróun raunfærnimats til að efla starfshæfni fullorðinna með litla formlega menntun". Í skýrslunni er m.a. að finna upplýsingar um framboð vinnuafls og menntunar, eftirspurn eftir vinnuafli og störf þar sem vænta má vaxtar næstu 10 árin.

Skýrsluna má nálgast HÉR.

Skýrslan um viðhorf til náms á fullorðinsárum er unnin af Menntavísindastofnum Háskóla Íslands að beiðni Fræðslusjóðs. Í henni er greint frá niðurstöðum rýnihópaviðtala. Markmiðið var að skoða þátttöku í námi á fullorðinsárum til að fá fram hagnýtar upplýsingar sem nýtast í markvissu starfi í þágu fólks sem hefur ekki lokið námi á framhaldsskólastigi.

Skýrsluna má nálgast HÉR