UNESCO á Íslandi: Vigdísarstofnun

 

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti frú Vigdísi Finnbogadóttur þann 15. apríl samstarfssamning íslenskra stjórnvalda og UNESCO, menningar-, mennta- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, um að Vigdísarstofnun - alþjóðleg miðstöð tungumála og menningar starfi undir formerkjum UNESCO. Stofnunin heyrir undir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum við Háskóla Íslands. Menntamálaráðherra hefur undirritað samninginn fyrir hönd íslenskra stjórnvalda en Vigdís mun að ósk Irinu Bokovu, aðalframkvæmdastjóra UNESCO, verða viðstödd þegar hún undirritar samninginn síðar í vor.

Meira: Hi.is