Um Menntatorg

 
Vefsíðan www.menntatorg.is er ein af þeim hugmyndum sem samstarfshópur um menntunarúrræði hefur náð að framkvæma síðan hann tók til starfa á haustmánuðum 2008. Við hrun íslensku bankanna þótti þegar ljóst að íslenskt samfélag myndi ganga í gegnum miklar hremmingar með meira atvinnuleysi en nokkru sinni áður og því ákvað stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) að setja af stað samstarfshóp um menntunarúrræði.  Fulltrúar ASÍ, SA, Vinnumálastofnunar, menntamálaráðuneytis, Starfsmenntaráðs, fræðsluaðila og fræðslusjóða eiga sæti í samstarfshópnum.